Í vafri mínu á netinu í dag rakst ég á æðislega grein í Vouge sem ég ákvað að þyrfti bara að fá að vera með hérna líka. Þar er gerð samantekt á Bond stelpum sem skáru sig úr, ýmist vegna litarhafts eða af því þær representuðu fegurð með öðrum hætti en þá tíðkaðist. Í greinni er lagst yfir dressin sem þær eru í og svo eru fundnar sambærilegar flíkur á netinu. Svona steldu lúkkinu.
Persónulega finnst mér ÖLL þessi lúkk mjög töff, meira að segja skyrtan hennar MonyPenny gömlu. Grace Jones finnst mér samt flottust eins og alltaf enda er ég örugglega einn harðasti aðdáandi hennar á Íslandi. Gula hettupeysan og leddarinn eru alveg að gefa. Hér er lúkkið hennar.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.