Tuuli Jürgenson eða Fallie eins og hún kallar sig er 13 ára (já 13ára!) tískubloggari sem hefur slegið í gegn.
Litla dúllan með fallega náttúrulega hárið kemur frá Eistlandi þar sem hún væntanlega gengur í grunnskóla eins og aðrir 13 ára krakkar. Það er voða krúttlegt að sjá hvað hún lítur upp til Tavi (the style rookie) því Fallie er á góðri leið með að ná henni í vinsældum en virðist ekki átta sig á því.
Fallie er með ótrúlegt tískuvit og sjúklega flottan stíl og aðeins 13 ára gömul. Hún er að gera allt vitlaust og mun halda því áfram næstu árin. Hlakka til að fylgjast með henni!
Hér er slóðin á bloggið hennar: fallie.blogspot.com
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.