Brúnka og gull eru glamúrus blanda. Ég man hvað ég heillaðist fyrst þegar ég kom til Ítalíu 14 ára gömul og sá allar flottu, tönuðu, ítölsku konurnar svona líka hlaðnar gylltum skartgripum.
Það getur oft komið vel út að nota stór og falleg armbönd og hringa við einfaldan klæðnað. Gerir stundum bara gæfumuninn…
Segjum að þú viljir vera flott út vikuna en nennir ekki að hafa mikið fyrir því. Þá er bara tilvalið að nota gott brúnkukrem (eins og allir vita erum við Pjattrófurnar á móti stífum sólböðum af því sólin býr til litabletti og hrukkur), helling af skartgripum og fara svo í flottar gallabuxur og stuttermabol við. Háir hælar og málið er dautt.
Nokkur góð brúnkukrem sem við getum nefnt eru Terracotta frá Guerlain (dýrt), Au Courant (meðal til ódýrt) og Nivea (ódýrt).
Fallega skartgripi færðu svo út um allt, hvort sem er í fylgihlutadeildum tískuvöruverslana eða glingurbúðum um allann bæ. Bara nota það sem fer fallega saman og ekki vera feimin við að hlaða… þú verður bara glam og það er sannarlega ekkert til að halda aftur af sér með.
Mundu hvað Tóta litla tindilfætt sagði… Maður getur alltaf á sig blómum bætt (-og skartgripum!)
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.