Franska Vogue fjallaði ítarlega um loftíbúð Helenu Christiansen í New York. Helena er 41 árs, dönsk og ein þekktasta fyrirsæta heims en á seinni árum hefur áhugi Helenu á ljósmyndun aukist og hefur hún unnið sér gott orð sem ljósmyndari.
Heimili Helenu er með mikla sál, mjög bóhemian og ljósmyndir hennar, sem eru mjög súrealiskar, eru á víð og dreif um íbúðina. Einnig er greinilegt er að hún er hrifin af fylgihlutum sem hún safnar að sér á ferðalögum um heiminn.
Myndir Carole Sabas.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.