Samkvæmt nýrri bandarískri könnun virka kvenmannshendur yngri ef við berum hringi á fingrum og fallegt naglalakk.
Könnunin sýndi líka að konur átta sig ekki á að hendur sýna aldurinn og eldast hendurnar jafnvel áður en aldurinn sést í andlitinu.
Hér eru nokkur auðveld ráð til að fara eftir, sem láta hendurnar virka yngri.
1. Notið góðan handaáburð með SPF 15 vörn. Berið áburðinn á hendurnar á hverjum degi. Svo er alltaf góð hugmynd að bera á sig handkrem áður en farið er í rúmið á kvöldin. Þá síast kremið hægt og rólega inní húðina á meðan þú sefur.
2. Ólífuolía og gróft sjávarsalt er hægt að blanda saman í eldhúsinu heima til að þvo sér upp úr en ólífuolía og sjávarsalt eru frábær næring fyrir þurrar hendur yfir vetrartímann.
3. Yes to Carrots línan er æði en í henni fæst hand -og nagla spa sem er með olíu- og sjávarsalti. Yes to Carrots er fáanlegt í Signature of nature Smáralind.
4. Til að fá mjúkar hendur getur þú notast við kaffikorg sem skrúbbkrem. Þá nuddarðu kaffikorg á hendurnar en svo verður þú að þvo þér vel á eftir svo að þú ilmir ekki af kaffi allan daginn. Og bera gott handkrem á hendurnar eftir skrúbbið!
5. Veljið naglalakk sem gera hendurnar yngri. Rautt lakk er fallegt á vel snyrtum og stuttum nöglum (passið að velja appelsinugulan tón, ekki bláan litatón, dökkrautt, grátt eða dökkblátt -blátt dregur fram æðarnar á höndum). Svo eru ljósbleikir litir og mildir litatónar fallegir og gera hendur unglegri.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.