Nú eru páskar, mín uppáhalds hátíð og þá er gaman að skreyta og bjóða í boð.
Páskaskreytingar eru að mínu mati lang fallegastar þegar þær eru einfaldar, litríkar og frumlegar.
Stjúpa mín er einkar myndarleg og smekkleg kona og tek ég mér hana gjarnan til fyrirmyndar hvað varðar matargerð og innanhúshönnun.
Hér eru hugmyndir að þremur skreytingum sem að ég fékk að láni frá henni og ein auka í lokin sem að ég fann á Pinterest.
Svo eru hér til gamans hugmyndir að því hvernig þú ættir ekki að skreyta fyrir páskaboðið .. eða hvað, er málið að skella kanínubangsa á mitt borðstofuborð?
Gleðilega hátíð!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.