Ég rakst á svo fallegar og sniðugar gjafavörur og jólaskraut frá Unicef í Máli og Menningu um daginn. Þar voru vönduð púsluspil og kubbar handa börnum ásamt mörgu sniðugu; fallegar jólakúlur og jólaskraut.
Sjálf á ég látúnsskraut frá Unicef sem ég set á jólatréð árlega og bæti í safnið þegar nýjungar koma, mér finnst það ofsalega fallegt skraut.
Ég gat fengið upplýsingar varðandi eitthvað af vörunum frá Unicef en það var svo miklu meira úrval í Máli og Menningu en á netinu, endilega skellið ykkur þangað og kaupið gjöf sem gefur handa þeim sem “eiga allt”.
Um leið ertu að styrkja börn og konur sem þurfa mikið á stuðningi að halda. Hvað er betra en að gefa gjöf sem gefur?
Smelltu til að kíkja á vörurnar og lesa meira um verð o.fl.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.