Þar sem ég er með fetish fyrir loftíbúðum féll ég að sjálfsögðu fyrir þessarri fallegu íbúð í San Fransisco en hún er í eigu ljósmyndarans Kevin Chin og Nancy Liu chin sem er blómahönnuður.
Íbúðin ber merki sköpunargleði þeirra hjóna. Hún er með mjög hárri lofthæð, gólfin eru steypt og Kevin er með ljósmyndastúdío á miðju stofugólfi.
Ég féll algerlega fyrir silfur bókastoðunum þremur sem geyma flottar ljósmyndabækur Helmut Newton’s ásamt ljósmyndum sem Kevin hefur sjálfur skotið. Húsgögn, loftljós og myndir á veggjum eru snilldarlega samsett. Hundur þeirra hjóna er greinilega fædd fyrirsæta og dúkkar upp á flestum myndanna. Það er spurning hvað gerist þegar matarveislur / partý eru haldin á heimili þeirra hjóna breytist íbúðin þá ekki í skemmtilegt ljósmyndastúdíó? Ég væri til í að sjá myndir af slíkri gleði…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.