Ég held að við séum margar sammála um að frístandandi baðker séu falleg og á vissann hátt svolítið rómantísk. Það er líka alltaf æðisleg stemmning yfir því að hafa baðherbergið sér herbergi þar sem enginn notar salerni.
…eða það finnst mér að minnsta kosti. Þó held ég að það sé ekki á valdi allra launþega að búa svo vel þar sem auka baðherbergi kallar jú á stórt rými.
Baðherbergi verða ekkert endilega að vera flísalögð í hólf og gólf heldur er hægt að hafa þau með ýmsu móti. Það má setja myndir á veggi, koma fallegum stól fyrir í rýminu og jafnvel raða myndum í kringum baðið svo lengi sem komið er í veg fyrir að vatn sprautist út um allt.
Hér má sjá nokkrar flottar útfærslur á óhefðbundnum baðherbergjum. Hugsað út fyrir rammann, hefðirnar látnar róa og útkoman falleg og elegant.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.