Þegar ég hugsa um fágun, glamúr og tísku hugsa ég alltaf fyrst DIOR.
Dior gerir svo yndislega fallegar flíkur og sérstaklega gömlu flottu kjólarnir. Ég vildi að ég hefði verið rík prinsessa árið 1950, þá hefði ég klæðst Dior á hverjum degi.
Ég rakst á nokkrar myndir af gömlum Dior flíkum, allar konurnar líta út fyrir að vera hefðarkonur þegar þær eru komnar í Dior. Flíkurnar eru hver öðrum fallegri.
Þegar ég verð rík ætla ég að eignast einn gamlann Dior kjól – (dreeaaam oooon Stella…)
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.