Úlala…Um daginn las ég óánægju hjá lesenda okkar í athugasemdakerfinu. Óánægjan gekk út á að það væru ekki allir gagnkynhneigðir sem læsu pjattrófubloggið.
En auðvitað gerum við Pjattrófurnar ekkert upp á milli fólks, við erum öll jöfn hvort sem um er að ræða kyn og /eða kynhvöt og svona sem sárabót þá er hér eitthvað fyrir les-píurnar þarna úti.
Þessar dönsku lesbíur heita MC Ena og DJ Sensimilla. Stelpurnar eru vel þekktar í Danmörku hittust fyrir ári síðan, byrjuðu að deita, það gekk vel svo vel þær fóru að búa saman og eru núna trúlofaðar
Ena og Sensimilla eru plötusnúðar og tónlistarpíur, spila og semja skemmtilega ögrandi texta en tónlistin fellur undir Ghetto funk, pop-slamming og bandið kallast Fagget Fairys.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.