Áfengisgjöld eru mjög há á Íslandi miðað við það sem gerist í flestum öðrum löndum og því velja margir að kaupa áfengið sitt í Fríhöfninni þegar farið er á milli landa.
Líklegast taka flestir hringinn og koma með guðaveigar í gegn. En hvað ertu að velja í Fríhöfninni og ertu í raun að spara miklar upphæðir á því sem þú velur? Við skulum skoða málið.
Baileys og Campari eru skilgreind sem sterk vín og fá því hæstu gjöldin í ÁTVR en í Fríhöfninni flokkast þau sem „létt“ af því þau eru undir 22% í áfengismagni.
Með því að kaupa þessar víntegundir í Fríhöfninni sparar þú fullt af peningum en ef þú tekur rauðvín eða hvítvín með í gegn ertu aðeins að spara nokkra hundraðkalla.
Í Fríhöfninni er hverjum og einum leyfilegt að kaupa fjórar flöskur af „léttum“ drykkjum og tvær kippur af bjór (má kaupa fjórar léttar og tvær kippur). Svo má kaupa eina sterka og eina létta og tvær kippur en þessi „létta“ getur verið Campari eða Baileys (eða annað undir 22%).
Á töflunni hér fyrir neðan má sjá samanburðinn á verði í ÁTVR og Fríhöfninni. Eins og sjá má sparast þarna heilmiklir peningar á að kaupa sterka “léttvínið” í ÁTVR en til samanburðar kostar Piccini Memoro hvítvín 1.999 kr. í ÁTVR en í Fríhöfninni 1399 kr – Á þessu munar 600 krónum. Hinsvegar munar 2.790 krónum á því hvort þú kaupir Baileys í Fríhöfninni eða ÁTVR.
Skoðaðu þetta næst þegar þú rennir í gegnum tollinn og sjáðu hvort þú ert að velja eins og hagsýna húsmóðirin sem kann vel að meta góða kokteila, eða hvort þú ert í raun að spara svo mikið. Smelltu HÉR til að skoða úrval og verð á áfengi í Fríhöfninni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.