Facebook er að verða eins og allsherjar Internet Guð sem veit allt um okkur mennina, hvað við gerum, borðum, horfum á og hvort við erum á lausu eða föstu.
Facebook veit líka hvort þú ert ástfangin og auðvitað af hverjum, meira að segja áður en þú birtir þig sem opinberlega í sambandi við manneskjuna.
Carlos Duik, sá sem öllu ræður í tölfræðideild Facebook sagði að greinilegar breytingar væri að sjá á tímalínum þeirra sem eru skráðir á lausu, í 100 daga áður en þau breyta stöðunni sinni og skrá sig í samband.
Þá kemur í ljós að þú sendir bæði og færð mikil viðbrögð frá kærastanum á vegginn hjá þér. Hann póstar efni hjá þér, þú hjá honum og þið lækið hvert hjá öðru eins og engin sé morgundagurinn. Þú setur líka mun fleiri pósta á eigin tímalínu, eins og til að tala við kærastann í gegnum Facebook vegginn þinn og allt í einu, – búmm… þá eruð þið skráð í samband.
Um leið og í sambandið er komið minnkar virknin á Facebook talsvert mikið en póstarnir sem fólk setur inn verða hinsvegar gleðilegri. Sætir kettlingar, góðar og jákvæðar fréttir, bara gaman.
Nú og ef þú vilt ekki að Carlos Duik fylgist með því sem þú ert að gera á Facebook, jafnvel þó þú haldir að enginn taki eftir því… þá skaltu bara sleppa því að vera á þessum gríðarstóra samfélagsmiðli. 😉
…einmitt
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.