Einhverjir Facebook notendur kunna að hafa rekið upp stór augu þegar slegið er inn leitarstreng á Facebook og niðurstaðan kemur í ljós – en nýjasta viðbótin á samskiptavefnum er svokölluð Graph Search eða myndaleit og fleira.
Mark Zuckerberg hefur lagt áherslu á að leitarvélin sé ekki hefðbundin vefleitarvél, heldur ætluð til að einfalda notendum finna myndir, fólk, þjónustur og ýmislegt annað í gegnum Facebook.
Einnig verður hægt að framkvæma hefðbundna vefleit í gegnum leitarvélina svipað og þegar leitað er hjá Google en Facebook er í samstarfi við Bing.
Graph Search er í prófun núna hjá takmörkuðum hópi notenda, og verður fyrst um sinn einungis boði fyrir þá sem eru með English (US) sem tungumálið á Facebook reikningnum sínum. Sem þýðir að ef þú ert með tungumálið stillt á íslensku hjá þér þá er lengri bið í að þú getir notað Graph Search. Einhverjir notendur á Íslandi hafa þó fengið Graph Search í kerfið hjá sér og reikna má með að þessu fjölgi þegar fram líða stundir.
Þau hjá Facebook virðast kunna vel að meta íslenska tónlist því lagið „Ekki Múkk“ með Sigur Rós er notað í kynningarmyndbandi fyrir leitarvélina.
Í eftirfarandi myndbandi má sjá kynninguna fyrir leitarvélina en eins og sjá má þá býður þetta upp á þann möguleika að þú getir t.d. slegið inn: “Find single men in Iceland between 30-40 who like sushi and Sex and the city”…. og auðvitað sitthvað fleira.
Réttast er þó að benda fólki á að yfirfara “privacy” stillingarnar hjá sér þegar vélin kemur upp á Facebook skjáborðinu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=SD951tHz38g[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.