Jæja dömur mínar. Nú er sumarið í fullu fjöri og útileigur í fullum gangi hverja helgi!
Eins og við vitum öll er íslensk veðrátta eins breytileg og hárgreiðslur Lady Gaga. Þegar farið er úr Reykjavíkinni í sveitasæluna verður maður að vera vel búinn því það er allra veðra von.
Það getur stundum verið erfitt að vera flottur til fara í íslenskum útilegum og oftast er bara best að ekki einu sinni reyna það! En eitt er víst að góð stígvél koma að góðum notum og þau geta sko verið TÖFF.
Ég fann fullt af geðveikum gúmmístígvélum, sum sem ég jafnvel vildi ganga í dagsdaglega!. Ég er að fara á þjóðhátíð og langar í eitthvað af þessum stígvélum til að vera fabjúlus á eyjunni grænu!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.
5 comments
Hvaaaaar fást þessi geggjuðu stígvel…:)))) einhver af þeim hér á landi?
Vá! Hvar fást þessi svörtu með stjörnunum?
Svörtu með stjörnunum fást t.d. hér http://www.amazon.com/WedgeWelly-Womens-Mystical-Rubber-Rain/dp/B0030CM6BG/ref=sr_1_83?ie=UTF8&s=shoes&qid=1278428444&sr=1-83
🙂
Nei ekkert á Íslandi því miður, en mikið af þeim fann ég hér: http://www.asos.com/search/pgeSearch.aspx?q=rubber+boots 🙂
Þessi svörtu frá Hunter fást í Andersen og lauth eða mjög svipuð og þau eru á um 26 þús.