Breska fyrirtækið Coexist hefur markað stefnu til að auðvelda starfsmönnum lífið í vinnunni þegar þær eru á blæðingum.
Fyrirtækið er líklega það fyrsta í Bretlandi sem setur sér opinbera stefnu í þessum málum en markmiðið er að skapa betra umhverfi á vinnustaðnum og góða stemmningu. Málið snýst þó ekki um að konur fái meira frí þegar þær eru á blæðingum heldur verði vinnutíminn sveigjanlegri. Af 24 starfsmönnum fyrirtækisins eru sjö karlmenn en fyrsta fyrirtækið sem markaði stefnu í þessum málum var NIKE sem tók upp hanskann (eða bindið) fyrir kvenkyns starfsmenn sína fyrir um 9 árum.
NIKE stigu fyrsta skrefið
Einn af forrsvarsmönnum fyrirtækisins breska segir í viðtali við Mailonline að hún vonist til að fleiri fyrirtæki fylgi í fótspor þeirra sem tóku stefnuna upp eftir fordæmi frá NIKE en Toyota hefur einnig sett sér stefnu í þessum málum og hér má lesa um það á Wikipedia.
Mögulega er þessi bylgja svo komin af stað núna eftir að trommarinn í MIA hljóp New York maraþonið á túr, án þess að nota tappa… bara til að vekja athygli á því hversu mikil áhrif þetta feimnismál hefur á lífi kvenna.
Tabú eða ekki?
Eins og allir vita ganga konur í gegnum mismiklar þjáningar og/eða óþægindi þegar við erum á blæðinum. Fyrirbærið hefur hinsvegar þótt svakalega mikið tabú í gegnum tíðina og því lítið talað um það, þrátt fyrir að þetta sé eitthvað sem flest allar konur upplifa mánaðarlega. Er það ekki svolítið furðulegt?
Hvað um það, við rófurnar hér á Pjatti erum allar glaðar og sáttar við að þetta sé komið í deigluna og við skorum á forsvarsmenn fyrirtækja á Íslandi að taka upp stefnu í þessum málum, græja svo dömubindi og íbúfen inn á salerni vinnustaða (því hver kannast ekki við að byrja allt í einu?!?!) og svo bendum við að lokum á taggið #túrvæðingin á Twitter. Mjög skemmtilegt. Það er allt að gerast. Áfram Rósa frænka! 💃🏼
Ég vil þakka líkamanum mínum fyrir að ákveða að byrja á túr á miðju deiti, viku á eftir áætlun. Bíða til morguns? #túrvæðingin
— Fríða (@fridapals) February 29, 2016
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.