Ég hef undanfarið verið að prófa nokkrar vörur úr vörulínu Eyes Lips Face eða e.l.f. snyrtivörumerkisins sem nýlega bættist við flóru snyrtivörumerkja hér á landi.
Sérstaðan sem þetta vörumerki hefur er hversu ódýrt það er en E.l.f. vörumerkið er bandarískt og hefur fengið góða dóma víða um heim.
Ég leitaði mér upplýsinga um þessar vörur og hvers vegna þær væru svo ódýrar. Maður á það til að stimpla ódýrari vörur sem lægri gæðavörur. Tvennt sem ég komst að vakti athygli mína. Í fyrsta lagi eru vörurnar ekki prófaðar á dýrum og e.l.f. styður herferð PETA gegn notkun á dýrahárum og loðfeldum. Annars vegar er vörumerkið nánast einungis markaðssett á netinu og eyða því ekki fúlgum í dýrar auglýsingaherferðir.
Ég ætla sérstaklega að mæla með nokkrum vörum frá e.l.f.
Kremkenndur Eyeliner
Vatnsheldur eyeliner sem auðvelt er að bera á með örmjóum bursta sem fylgir honum. Ég á svarta litinn en hann kemur einnig í fjólubláum, turkeys bláum og hvítum.
Augabrúnasett
Í þessu augnbrúnasetti eru tveir mismunandi litir sem hafa sitthvort hlutverkið. Annars vegar er brúnn gelkenndur litur sem notaður er til þess að móta og skerpa augabrúnirnar. Burstinn með skáklipptu hárunum er notaður í þennan lit.
Næst er púðrið (ljósari liturinn í settinu) notað til þess að fá náttúrlega áferð á augabrúnirnar með hinum enda burstans. Fjórar mögulegir litir: Light, Medium, Dark og Ash.
Augnskuggapalletta
Mér finnst litirnir í þessari pallettu æði! Ég er mikið fyrir brúnleita og látlausa augnförðun svo þessir litir henta mér fullkomlega. Litirnir eru sanseraðir og koma virkilega vel út á augnlokunum!
Kinnalitur & sólarpúður
Bleiki kinnaliturinn notaður á “epli” kinnanna en sólapúðrið í skyggingu andlitsins. Mjög hentugt að hafa þetta í einni pakkningu!
Burstarnir
Burstarnir frá e.l.f. eru einstaklega mjúkir og góðir! Enn sem komið er hafa þeir ekkert farið úr hárum hjá mér, en það er eitthvað sem ég get engan veginn þolað við förðunarbursta! Allir burstar frá þeim eru að sjálfsögðu úr gervihárum!
Næst á dagskrá er að prófa varalit og naglalökkin frá þeim!
E.l.f. snyrtivörurnar fást í netversluninni Eyes Lips Face og á snyrtistofunni Deluxe í Glæsibæ. Get mælt með netversluninni – fljót og góð afgreiðsla!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com