Evu Dögg Sigurgeirsdóttur þekkja margir, meðal annars fyrir vel unnin störf fyrir Smáralind en Eva hefur í nokkur ár starfað sem markaðsstjóri Smáralindar.
Eva líkur MBA námi næsta vor og er um þessar mundir að leggja drög að eigin rekstri. Þessi flotta stelpa sem er nýorðin fertug lítur alltaf frábærlega út, fer nánast ekki úr húsi nema á pinnahælum og er algjör pjattrófa. Hún er ljóshærð og græneyg með skemmtilegan húmor, er í sambúð, á þrjú börn og spilar golf í frítíma sínum.
Ég kíkti til Evu og fékk hana til að svara nokkrum laufléttum og nefna nokkra hluti sem hún getur ekki verið án:
- Hvernig myndir þú lýsa stíl þínum? Ætli ég sé ekki blanda af nokkrum ég er klassísk að vissu leiti með dass af glamúr, pínu bóhem. Annars klæði ég mig eftir skapi hverju sinni. Stundum dett ég í draktina og hælaskóna, eða leðurbuxur og lágir skór en ég poppa mig þó alltaf upp með skarti og slíku.
- Hvað ertu alltaf með í töskunni? Ég er alltaf með gloss og síma í töskunni, svo leynist oft eitt aukasnuð og jafnvel bleyja á botinum. Ég hef ekki verið töskusjúk síðustu misserin og reyni að vera með litla tösku. Ég er yfirleitt með íþróttatösku, skólatösku og litla snáðann, þannig að það er erfitt að vera með mikinn farangur.
- Hvaða snyrtivöru getur þú ekki verið án? Andlitskrem er hlutur sem ég get ALLS EKKI verið án. Ég hef prófað ýmislegt og er alls ekki vanaföst. Ég t.d. prófaði íslensku dropana um daginn og var mjög ánægð er aftur komin í Chanel og er að prófa nýja rakabombu sem er að gera góða hluti fyrir mig í þessu veðri það heitir Hydramax + Active Sérum. Svo er Benefit algjör snilld og þar eru fullt af svona sniðugum ráðum til að gera mann fallegri. Chanel meikið mitt og kinnalitur endast svo vel, ég er gloss fíkill og vil ég að glossin endist – það gera Chanel glossin. Svo finnst mér skemmtilegt að kaupa augnskugga frá Mac en það eru flottir litir sem endast og endast.
- Hvaða hönnuð færðu aldrei nóg af? Coco Chanel ég bara elska Chanel bæði snyrtivörurnar og fötin og auðvitað Karl Lagerfeld. Coco Chanel var frumkvöðull og breytti lífi kvenna. Hún var fyrst kvenna að ganga í buxum, nota jogging efni og margt fleira. Hannaði falleg föt sem máttu vera þægileg. Elska elegansinn hennar. Fékk að skoða íbúðina hennar í París og skrifstofurnar og sá meðal annars skrifstofu Karl Lagerfeld, ég held að það hafi verið hápunkturinn í þessum geira hjá mér.
- Hvað er ómissandi í fataskápinn fyrir veturinn? Leðurflíkur, skinn, fylltir hælaskór, góður blazerjakki og buxur með síðu klofi eru alveg málið – passa bara efnið í þeim, jogging efnið er ekki að gera sig en ef þær eru úr þykkara efni þá koma þær rosalega vel út.
- Uppáhaldsfataverslun á íslandi? Ég versla mjög mikið erlendis en uppáhalds verslunin mín á íslandi er Kultur, frábær þjónusta, töff föt og fylgihlutir og svo eru verðin oft mjög góð og sanngjörn. Að auki áttu ekki á hættu að mæta 20 konum í eins flík í veislunni.
- Besta ráðið til að líta vel út á 5 mínútum? Taka nokkrar gleðiæfingar held ég? Nei án gríns þá verður maður að vera í góðu skapi. Ég hef aldrei hitt konu með ljótan fýlusvip sem mér hefur þótt flott. Brostu nóg og finndu fiðrildin í maganum, það er ódýrasta og auðveldasta leiðin a líta vel út á 5 mínútum. Skelltu svo smá glossi á varnirnar og pússaðu skóna!
Smelltu til að skoða myndirnar…
Myndir: Díana Bjarna
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.