Eva Dögg Atladóttir er 25 ára gömul dama sem býr í 101 RVK. Hún er í hrútsmerkinu og tígrisdýr í því kínverska. Þessa dagana er Eva að kveðja vini og ættingja og pakka niður dótinu sínu, því hún er á leiðinni til Deli á Indlandi þar sem hún ætlar að leggja stund á jógakennaranám.
Eva Dögg ætlar að ferðast með sem minnst og er því að selja fötin sín í dag, sunnudag í Hjartagarði bakgarð Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda á Laugavegi því hún flytur 5 ágúst.
“Til að lýsa stílnum mínum myndi ég nota orð eins og ethnic, world fusion,LITAGLÖÐ, gypsy, hippie, rock n roll apocalyptic, bohemian, vintage, crazy og alltaf öðruvísi og það mikilvægasta í hverju outfitti er NÓG AF SKARTI. ACCESSORIES BABY!!”
Hvað ertu alltaf með í töskunni? Síma, bók, eitthvað skart, varalit og gloss, lyklana mína og seðlaveskið.
Hvaða hönnuð færðu aldrei nóg af? Ég elska indverska hönnuði mest, mér finnst stíllinn hjá indverskum konum skara mjög mikið fram úr -þær eru alltaf svo vel puntaðar og með fallegt hár og í nóg af handsaumuðu silki palíettu kjólum í allskyns FALLEGUM BJÖRTUM SKÍRUM litum. Mamma sendir mér blöð frá Indlandi og ég gjörsamlega fríka út yfir klæðnaðnum í indversku tískublöðunum, skartið er líka alltaf 22 karöt gull og NÓG af gersemum í öllu skartinu það er gjörsamlega TO DIE FOR. Ég tala ekki um giftingarklæðnaðinn þeirra OMG!
Hvaða snyrtivöru getur þú ekki verið án? Ég get ekki lifað án rakakrems frá Nivea eða öllum sápunum mínum með allskonar lyktum, svo elska ég að bera 100% náttúrulega möndlu olíu á líkamann og maskarinn frá DIOR er ómissandi.
Hvert ferðu að skemmta þér? Mér finnst skemmtilegast að vera í partíum með vinum mínum og borða góðan mat. Ég á mikið af góðum vinum og vinkonum sem KUNNA sko að elda og það elska ég meiri en allt. Þegar ég fer á klúbbana þá finnst mér skemtilegast að dansa og fer þá þar sem tónlistin er best hverju sinni… oftast nær verður Bakkus fyrir valinu. Mér finnst samt vanta góðan klúbb hérna með nóg af gogo dönsurum og lazer ljósum- DISKÓTEK fílinginn.
Þú eyðir mest í?… Mat þar sem að ég reyni að borða sem mest hollt og náttúrulegt/lífrænt og það er sko mikið dýrt. Líka þar sem ég bý ein þá er alltaf dýrt að borða. Ég borða til að lifa og hugsa mikið um mataræðið og hvað gefur mér lífsorku.
Hverju ertu veikust fyrir þegar kemur að fatakaupum? Þegar ég versla þá er ég veik eins og kráka fyrir öllu sem glitrar og skín. Ég fer þar sem litur sálar minnar er hverju sinni. Oftast kaupi ég kjóla eða skart ég fæ ekki nóg af eyrnalokkum og armböndum.
Besta ráðið til að líta vel út á 5 mínútum? Nota tannþráð, setja á sig ilmvatn, brosa, varalita og skarta sig!
Ef þú vilt hafa samband við Evu Dögg og komast að því hvar hún verður staðsett til að selja fatnaðinn, sendu henni þá email á: evaduck@gmail.com
Ljósmyndir & stílisti: Díana Bjarnadóttir -myndirnar eru teknar á iPhone4.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.