Nú er Eurovision söngkeppnin nýafstaðin og margir nýjir listamenn sem komu á sjónarsviðið. Þó hin krúttlega Emilie frá Danmörku hafi unnið þá var framlag Noregs í mestu uppáhaldi hjá mér.
Ég er ekki mikill Eurovision aðdáandi og það eru mjög fá lög sem mér finnst góð í þeirri keppni, en Euphoria þykir mér langflottasta lag sem hefur ratað í þessa keppni til þessa. Verandi teknótæfa í mér er því ekki skrítið að ég hreifst af norska laginu “I feed you my love” og fleiri hafa greinilega hrifist þar sem það endaði í 4 sæti sem er ansi gott.
Ég fór að skyggnast í bakgrunn söngkonunnar og lagsins og komst að því að lagið er samið af sænskri elektrótónlistarkonu sem heitir Karin Park. Karin Park er ansi þekkt í danstónlistarheiminum og þá fyrir tónlist í anda “The Knife” og “Röyksopp”, hún hefur unnið 4 norsk “Grammy” verðlaun og á aðdáendur á borð við David Bowie og Massive Attack.
Eftir keppnina fletti ég upp söngkonunni Margaret Berger og mér til mikillar gleði og furðu er hún frá lítilli eyju sem heitir Hitra og er í Þrándheimsfirði í Noregi, það er 4000 manna eyja sem afi minn var frá og ég á þar ansi marga ættingja, svo hver veit nema við séum frænkur og teknó sé í blóðinu okkar 😉
Margaret Berger varð þekkt í heimalandinu þegar hún keppti í Idol árið 2004 og gaf í framhaldi út tvær plötur sem rötuðu báðar á vinsældalistana í Noregi, tónlist hennar er aðeins poppaðri en tónlist Karinar og þessvegna fannt Karin betur passandi að Margaret tæki lagið en hún sjálf.
Í viðtali við Karin Park í Glamour magazine segist hún hafa lengi hafa verið að hugsa um að fá Margaret Berger til að taka lag eftir sig og ákvað að slá til þegar hún samdi lagið “I feed you my love” og senda í Eurovision.
Margaret Berger var stórglæsileg á sviðinu í töff hvítum kjól í speisuðum stíl.
Ég er svaka sátt að hafa uppgötvað Karin Park og Margaret Berger og ætla að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Margaret Berg- I feed you my love
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=gjm-kCOMaPY[/youtube]Karin Park- Restless:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=7eOujfgMaF0[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.