Beyoncé hefur aldrei farið leynt með það hversu mikill aðdándi forseta Bandaríkjanna hún sé… og núna er orðrómur á kreiki um að hún sé aðeins meira en aðdáandi.
Hjónaband Barack Obama og Michelle Obama stendur nú víst á brauðfótum en hjónaband Jay Z og Beyoncé hefur aldrei verið sterkara. Það er franskur ljósmyndari sem heldur því fram að dívan sé að hitta forsetann á laun en allir fjölmiðlafulltrúar í kringum Beyoncé og Obama neita öllu. Þetta var haft eftir ljósmyndaranum í viðtali við franska blaðið Lu Figaro.
Beyoncé hefur margsinnis komið fram sem söngkona í Hvíta húsinu, nú síðast í fimmtugsafmæli Michelle, og þau popp hjón hafa einnig farið í veislur og heimsóknir til forsetahjónanna en hvort þessar ásakanir um meint framhjáhald séu sannar eður ei verður ekki svarað hér.
Ljósmyndarinn, Pascal Rostain , stendur hinsvegar pikkfast á sínu og segir þetta ekki vera ásakanir heldur sannleikann og kannski er ástæða til að trúa karlinum því þessi sami fransmaður kom upp um framhjáhald þjóðhöfðingja Frakklands, François Hollande á dögunum og olli sú frétt miklu fjaðrafoki.
Mögulega er Rostain þó bara að vekja á sér athygli því fljótlega kemur út bók með endurminningum hans og kauði lofar að í henni verði margt krassandi.
Hvað heldur þú? Ætli að þetta sé uppspuni eða sannleikur? Hvað ætli hann hafi fyrir sér?
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig