Hvað ertu með framan í þér? Spurði vinkona mín mig þar sem ég sat í sakleysi mínu á kaffihúsi og saup á grænu tei í vikunni.
Ég var nú bara með ósköp venjuleg gleraugu sem ég gríp stundum í þegar ég þarf að hvíla augun frá linsum. Sem betur fer er ég með þykkan skráp og er svona nokkurnveginn sama um álit annarra.
Í framhaldi af athugasemd vinkonu minnar fórum við að ræða gleraugu og hvað hentar hverjum. Síðan fór ég heim og leitaði (mér til gamans, ég er sko ekkert að fara að kaupa mér ný gleraugu) að upplýsingum á netinu um hvernig best sé að velja gleraugu.
Magn upplýsinga um þetta efni kom mér ekki á óvart og það sem ég fann var margt mjög nytsamlegt og þá einna helst ráð frá hinni klóku Michelle Phan.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, stúlkan er snillingur. Hér er hún með frábær ráð fyrir þær okkar sem eru alveg týndar þegar kemur að því að velja gleraugu.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=jKV-odZZGtk[/youtube]Ertu að fara til útlanda og vantar nýjan passa? Farðu eftir ráðum Michelle Phan um hvernig þú átt að láta taka hina fullkomnu passamynd.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.