Það er fátt jafn mikilvægt og góður nætursvefn. En samt þekkjum við það öll að liggja andvaka uppi í rúmi að telja hundruð þúsundir kindur í hljóði.
Svo líða klukkutímarnir og þú veist að morgundagurinn verður erfiður og fullur af kaffi en því þreyttari sem þú verður því erfiðara virðist vera að ná einhverri hvíld. Hér eru nokkur lauflétt ráð til að hjálpa þér að sofna og ná góðum fegurðarblundi.
1. Heitt bað eða heit sturta er alltaf góð byrjun.
2. Útbúðu kaldan bakstur eða blautan þvottapoka til að leggja yfir augun. Farðu svo í bestu náttfötin þín og leggstu upp í rúm.
.
3. Leggstu á bakið með fætur upp við vegg. Færðu þig alla leið upp að veggnum svo fæturnir liggja alveg við vegginn og liggðu í minnst 5 mínútur. Leggðu teppi eða sængina yfir þig til að halda hlýjunni eftir baðið og leggðu baksturinn yfir andlitið.
4. Meðan þú reynir að slaka á, andaðu djúpt inn á meðan þú telur upp að 4. Þegar þú andar út teldu einnig upp að 4. Endurtaktu eins oft og lengi og þú vilt.
Ef þú sofnar ekki óvart í þessari stöðu þá ættirðu að vera orðin nógu þreytt og slök til að sofna á örfáum mínútum. Vonandi dreymir þig eitthvað fallegt í leiðinni.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.