- Hollur morgunmatur ? Í góðum málum, tjékk
- Gott millimál ? Í góðum málum, tjékk
- Hollur hádegismatur ? Í góðum málum, tjékk
- Standast freistingar í vinnunni ? Í góðum málum, tjékk
- Hollur kvöldmatur heima og passað upp á magamál ? EKKI Í GÓÐUM MÁLUM.
Ef þetta er lýsing sem passar við þig þá er ástæða fyrir því að árangurinn er ekki eins og við viljum sá.
Það er auðvelt að hafa góða stjórn allan daginn en þegar heim er komið þá missum við okkur. Stór máltíð, eftirréttur og svo áfram í narti fram eftir kvöldi.
Hitaeiningar telja jafn mikið á morgnana og kvöldin en að borða seint leiðir oft til þess að við borðum meira magn og oft óhollara.
Rannsóknir sýna að þau sem borða þrjár máltíðir á dag eiga í minni hættu að borða yfir sig á kvöldin eða um 13 prósent. 24 prósent þeirra sem sleppa morgunmat borða yfir sig á kvöldin og 60 prósent þeirra sem sleppa morgunmat og hádegismat missa sig á kvöldin í ofáti.
Með því að borða jafnt yfir daginn hefur þú betri stjórn á mataræðinu, kemur okkur ekki á óvart.
Best er að kvöldin sé tími til þess að ná sér niður eftir daginn en sumir þurfa að nota kvöldtímann vel og vinna upp ýmis verkefni. Við könnumst við það að vera með hugann annars staðar og þessi vani að fá sér eitthvað hugsunalaust getur endað með ofáti og vanlíðan eftir á.
Þetta getur auðveldlega snúist í vítahring því svefntruflanir verða meiri ef þú ferð að sofa með fullan maga.
Við sofum minna og vöknum yfirleitt svöng.
Rannsóknir sýna að þau sem eru í offitu sofa sirka 1,8 klst minna á viku en þau sem eru í meðalþyngd. Svefninn hefur áhrif á hormónin leptin og ghrelin.
Leptín hjálpar til þess að bæla niður matarlyst og örva orkunotkun en ghrelin örvar matalyst og fituframleiðslu. Því miður örvar svefnleysi ghrelin hormónið og letur framleiðslu leptin.
Enn og aftur sjáum við mikilvægi þess að fá nægan svefn.
Það er hægt að snúa blaðinu við og komast úr þessum vítahring. Agi og vilji er það sem þarf. Með því að skipuleggja kvöldin vel og láta ekki matinn vera þar í aðalhlutverki þá getur þú snúið þessu við.
Breytingar eru bara af hinu góða!
- Njóta þess að fara í gott bað og dekra við sig fyrir svefninn.
- Fara í göngutúr eftir kvöldmat, þú borðar minna og líður vel eftir útiveruna.
- Prófa slökunaræfingar og þjálfa sig í því.
- Finna verkefni sem er við þitt hæfi, t.d. prjóna eða sauma 😉
- Lesa bækur.
- Vera búin að ákveða hvaða kvöldnart þú ætlar að fá þér
- Gerðu lista yfir lágt hitaeininganart og veldu eitt á hverju kvöldi og ekkert meira.
- Borða við eldhúsborðið og halda athyglinni við matinn og njóta þess að borða hægt og rólega.
- Forðast fyrir alla muni að borða hugsunarlaust !!
- Við viljum ná 7-8 tíma svefn á hverju kvöldi og gerum það með því að halda reglulegri tímaáætlun, jafnvel um helgar.
- Ekki borða 2-3 tímum fyrir svefn.
- Stunda þjálfun reglulega.
- Forðast kaffidrykkju og áfengi fyrir háttatíma.
Tökum þetta til skoðunar og bætum okkur í því sem við þurfum að gera.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.