Þó að karlmönnum þessa heims þyki mörgum barmurinn spennandi og meira spennandi eftir því sem hann er stærri þá geta fylgt því allskonar furðuleg vandamál að vera með stór brjóst.
Hér er stutt samantekt sem lesendur Cosmo sendu inn til blaðsins þegar þær voru spurðar út í vandann sem fylgir því að vera með digran barm.
Aðeins konur með stór brjóst kannast við þessi flóknu lífstílsvandamál og kannski ekki að ástæðulausu að brjóstaminnkanir eru taldar best heppnuðu aðgerðirnar. Þetta hljómar jú frekar flókið… jafnvel lífshættulegt!
10 vandamál sem konur með stór brjóst kannast við
1. Bolur með innbyggðum brjóstahaldara – þvílíkt djók!
2. Þegar þú reynir að máta skyrtu og smellpassar í hana en nærð henni ekki yfir brjóstin sem næstum slíta tölurnar af.
3. Þegar þú leggst á bakið og verður allt í einu flatbrjósta. Þau leka til hliðanna.
4. Há barborð eru skelfing, fyrir stórbrjósta konu breytast þessi borð í ‘hillu’.
5. Magabolur? Gleymdu því… brjóstin gleypa bolinn og þau koma klárlega til með að sjást.
6. Að þurfa að halda brjóstunum niðri þegar þú hleypur upp eða niður stiga.
7. Bílbeltið kemst ekki yfir brjóstin heldur leggst næstum upp að hálsi. Ef þú lentir í árekstri gæti hausinn fokið af!
8. Ómögulegt að fara í sætan push-up haldara. Það er eins og maður sé með tvær blöðrur undir hökunni.
9. Brjóstasviti… glatað!
10. Bara það að koma sér í íþróttabrjóstahaldarann er íþrótt í sjálfu sér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.