Anti-Blemish Solutions 3-Step System frá Clinique er eitt það besta ef ekki bara það besta sem ég hef prófað af hreinsilínum.
Ef þú ert með slæma húð þá mæli ég með því að þú útvegir þér þessa línu ekki seinna en í gær.
Venjulega dreg ég á langinn að þrífa af mér farðann á kvöldin þar sem mér finnst það bara mjög leiðinlegt en nú hreinlega hlakkar mig til að hreinsa húðina. Hreinsifroðan sem er fyrsta skrefið í þessu þriggja skrefa hreinsiferli er svo létt og þægileg í notkun að það tekur enga stund að taka farðann af. Hin tvö skrefin eru einnig verulega einföld og fljótleg í framkvæmd.
- Þú nuddar tveimur til þremur pumpum af anti-blemish hreinsifroðu yfir allt andlitið í bland við smá vatn til að auka á froðuna.
- Þú hristir anti-blemish andlitsvatnið, hellir smá af því í bómull og berð yfir andlitið og á hálsinn.
- Því næst berðu anti-blemish anlitskremið á allt andlitið. Það þarf rosalega lítið af því vegna þess að það er mjög létt og dreifist því vel. Kremið er olíulaust.
Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að ég hafi fundið mun á fyrsta degi og ég var ekki búin að nota línuna í viku þegar vinkonur mínar höfðu orð á því hvað húðin mín væri orðin góð.
Fljótlega ætla ég svo að kaupa mér acne solutions liquid makeup frá Clinique. Sá farði er bæði léttur og þekjandi og það sem meira er þá inniheldur hann virk efni sem vinna á myndun fílapensla og hjálpa til við að eyða þeim sem hafa þegar myndast.
Ég gef Anti-Blemish Solutions frá Clinique hiklaust 5 stjörnur af 5.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.