
Resting bitch face er líking sem er notuð yfir svipbrigði manneskju sem virkar hörkuleg eða pirruð þegar hún er með andlitið í hvíld.
Til dæmis þegar verið er að keyra, í ræktinni og annarsstaðar þar sem engin sérstök þörf er á að sýna svipbrigði.
Nú á öld selfie mynda og kolgeit brosa getur verið erfitt að vera þessi týpa sem er með „resting bitch face“, en þökk sé fólki eins og mér, eru enn einhverjir sem berjast fyrir því að þurfa ekki endalaust að brosa á myndum, eða bara allan liðlangann daginn ef út í það er farið.
Í raun er þetta bara algjör óþarfi líka. Til hvers að brosa stanslaust þegar engin sérstök þörf er á því? Mér finnst eiginlega meira traustvekjandi að tala við fólk sem brosir minna heldur en meira. Ég þekkti til dæmis einu sinni danska stelpu sem brosti alltaf. ALLTAF. Alveg burtséð frá því sem gekk á.
Hún brosti út að eyrum þegar hún sagði mér frá því hvernig kærastinn hennar vildi aldrei sofa hjá henni, hún brosti hringinn þegar litli bróðir hennar var tekinn skakkur og fullur að keyra á splúnkunýjum Range Rover mömmunnar til Stokkhólms og hún brosti þegar hún sagði mér frá því að kærastinn hennar væri kominn út úr skápnum og byrjaður með sextugum leðurhomma. Eins og þetta hafi allt verið tilefni til að brosa hringinn? Ja, maður spyr sig.

Þessi brostíska er líka bara einhver bóla. Flettu í gegnum gamlar fjölskyldumyndir. Það eru sannarlega ekki allir skælbrosandi á öllum myndum; Samt allir bara léttir og í góðum fílíng. Svona mátulega. Óþarfi að vera eitthvað að tapa sér. Eða eins og konan sagði… Það er bara tvennskonar fólk sem brosir stanslaust og út í eitt; siðblint eða greindarskert.
Eigum við ekki bara að halda okkur við það og brosa svo bara þegar við á?
Hér eru 20 spurningar sem fólk með „resting bitch face“ vill aldrei þurfa að heyra aftur. Sameinuð stöndum vér.
1. Hvað er að?

Ekkert, það er ekkert að. Ég lít bara svona út.
2. Nei í alvöru, hvað er að?
Í alvöru, það er ekkert að. Ekkert.
3. Þú virkar eitthvað svo leið. Hvað er að?

4. Ertu eitthvað pirruð út í mig? Gerði ég eitthvað?

5. Þú ættir að brosa aðeins meira.

6. Þú virkar eitthvað svo mikið meira næs þegar þú brosir.

…
7. Vá, ég hélt þú værir allt öðruvísi týpa.

8. Þú ert engin tík samt…

No shit Sherlock?
9. Þú ert mikið fyndnari en ég átti von á!

10. Hvað er að? Segðu það bara.

Gerum díl. Reiknaðu bara með því að ég sé í toppstandi þar til þú færð að heyra eitthvað annað.
11. Ertu brjáluð út í mig?

12. Ertu bara ekkert spennt?

Jú, inní mér. Mjög spennt.
13. Þig langar ekkert að vera hérna? Er það nokkuð?

14. Brostu!

15. Vertu glöð! Lífið er æði!

16. Veist’ekk að gleðin er besta víman?

17. Þú virkar eitthvað hálf leiður, viltu ræða það?

18. Nei í alvöru, það er eitthvað að. Ég sé það á þér.

19. Vá, fór minn öfugt framúr í morgun?

Nei. En þú?
20. Hresstu þig við!

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.