Mjög oft verða karlmenn uppiskroppa með hugmyndir að jólagjöf fyrir konuna (mömmuna, dótturina) og það getur verið vandasamt að velja þá réttu.
Ég á góða vinkonu sem fékk eitt árið golfsett frá eiginmanninum. Hún varð ekki hrifin. Hefur ekki nokkurn áhuga á íþróttinni og hafði margsagt honum að hún skildi ekki þennan endalausa áhuga á golfi. Svo kom að aðfangadagskveldi og henni til mikillar ógleði fékk hún golfkerru frá eiginmanninum -hann hefði eins getað gefið henni ryksugu í jólagjöf!
Mér fannst hugsunin á bak við þetta hinsvegar rómantísk og sæt því eiginmaðurinn sýndi að hann hafði áhuga á að fá hana með sér í sportið. Hún hefur hinsvegar aldrei snert kylfurnar og hann lærði að hlusta betur á hana.
Sjálf skrapp ég í jólainnkaupaferð á Laugaveginn um helgina og var stödd í snyrtivöruverslun þegar ég sá þar mann draga Chanel dagkremskrukku upp úr vasanum. Krukku sem konan hans hafði klárað og hent. Hann hafði sem sagt lagt það á sig að bíða rólegur þar til dagkremið kláraðist (þar sem hann vissi hún var ánægð með vöruna) og ákvað að kaupa það sama fyrir hana í jólagjöf. Var svo mættur með tómu krukkuna sem hann hafði fiskað upp úr ruslinu, til að vera alveg viss. Mér fannst þetta frekar sætt.
Skilar hún alltaf gjöfinni frá þér?
Þá eru gjafabréf alltaf góð gjöf og ef þú veist hver er hennar uppáhaldsverslun þá ætti að vera hægt að kaupa gjafabréf í þeim flestum. Einnig selja Kringlan og Smáralind gjafabréf sem gilda í allar verslanir og ef hún er fyrir dekur þá er Bláa Lónið í Glæsibæ með æðislegar dekur- og nuddmeðferðir. Ég mæli með þörunganuddinu… dreymi um að fara í það aftur.
Annars eru jólin auðvitað fyrst og fremst til að njóta og gleðjast með fjölskyldu og vinum en hér eru samt nokkrar hugmyndir sem ég tók saman:
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.