Hafdís var að skrifa um augnskugga hér fyrir neðan en ég sjálf hef nýverið tekið upp á því að nota þá meira en ég er vön. Í raun er ég nýlega byrjuð á því að ganga lengra í að mála mig um augun en áður og finnst það bara skemmtilegt.
Það er svolítið furðulegt hvað maður er oft að “spara” sig í fínheitunum. Eitthvað svona “er ég ekki of fín fyrir þriðjudag?” dæmi og svo skrúfar maður niður í pjattinu eins og kjáni.
Auðvitað eiga allar konur og stelpur að vera eins fínar og þær langar til, þegar þær langar til þess. Það er svo kjánalegt að kaupa falleg föt og láta þau svo bara hanga inni í skáp og bíða eftir tilefni. Eða festast alveg í brúnu augnskuggunum og hafa þetta alltaf voða milt til að maður sé ekkert “of”.
Málið er að ef mér finnst ég líta betur út einhvernveginn þá á ég auðvitað að gera sem mest af því að líta þannig út og vera ekkert að “spara” mig.
Ég er kannski ekkert að tala um einhverja voða stríðsmálningu á hverjum degi… og þó? Ef mann langar til þess þá er það allt í lagi. Kona sem er flínk í að farða sig gerir það þannig að fólk er ekki mikið að hugsa um að hún sé máluð. Því finnst hún bara fín.
Og lífið er of stutt til að vera ekki fín og töff.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.