Ég rakst á yndislega skemmtilegan lista sem að ég er viss um að flestar pjattrófur, hvort sem þær eru félags- eða andfélagslegar, geti tengt við.
Höfum við til dæmis ekki flestar farið í Kringluna og vonað innilega að rekast ekki á neinn sem við þekkjum af því að við erum bara ekki að ráða við mannleg samskipti þann daginn?! Það held ég nú.
Hér er þessi skemmtilegi listi, 26 merki þess að þú þolir ekki fólk:
1. Það að taka lyftu er eins og helvíti á jörðu fyrir þér. Það getur verið svo vandræðalegt að vera í lyftu með fullt af ókunngu fólki. Verst er þegar þú heldur að þú verðir ein í lyftunni, ýtir í flýti á “loka hurð” hnappinn og heldur að þú sért örugg þangað til þú sérð handlegg koma inn fyrir lyftuhurðina.
2. Þegar einhver sest hliðin á þér í strætó gefur þú viðkomandi illt auga. Það er skiljanlegt þegar aðeins eitt sæti er autt í strætó en þegar það eru 10 önnur laus sæti .. Af hverju myndi einhver sjálfviljugur vilja sita hliðin á einhverjum öðrum?
3. Þú verður verulega glöð þegar einhver hættir við að hitta þig. Þig langaði ekkert sérstaklega að fara út hvort eð er.
4. Vont veður? Þú tekur því fagnandi, góð ástæða til að halda sig heima við.
5. Það fer í taugarnar á þér þegar einhver hringir í þig þegar hann/hún hefði alveg eins getað sent þér sms.
6. Talhóflsskilaboð! Af hverju skilur fólk eftir talhólfsskilaboð? Af hverju getur fólk ekki sent tölvupóst eða sms? Ætlast það í alvöru til þess að þú munir símanúmerið eða upplýsingarnar sem það var að skilja eftir á talhólfinu þínu?
7. Um leið og þú hittir einhvern sérðu bara gallana.
8. Hópskilaboð fara alveg með þig og þér finnst ekkert meira pirrandi en þegar síminn þinn hættir ekki að pípa á nóttunni vegna þeirra. Það ættu að vera tímamörk á hópskilaboðum. Um leið og búið er að ákveða og skipuleggja helgarferðina þá ættu þau bara að eyðast.
9. Þú velur Netflix fram yfir félagsskap annarra.
10. Þig langar að kýla fólk sem stoppar á gulu ljósi.
11. Það fer í taugarnar á þegar þegar fólk hnerrar. Ókei þér finnst eitt hnerr er í lagi en eitthvað mikið meira en það er bara dónalegt.
12. Það pirrar þig þegar manneskja með flensu er of nálægt þér í strætó og sérstaklega þegar viðkomandi hóstar í hendina á sér og kemur svo við sætisarminn á sætinu sem þú situr í.
13. Þú getur ekki fyrir þitt litla líf skilið af hverju einhver tekur þvottinn þinn úr vélinni og setur sinn inn í staðinn.
14. Þú biður um annað borð ef borðið þitt er of nálægt borði annarra veitingahúsagesta. Þú vilt einfaldlega ekki borða með ókunnugum.
15. Þú og besta vinkona þín eyðið miklum tíma í að tala um hvað annað fólk sé leiðinlegt.
16. Þú þolir ekki börn. Grátandi börn á almenningsstöðum gera þig gráhærða og þegar þú sérð foreldra með ungabarn á leið inn í flugvél sem þú ert að fara í biðuru til Guðs um að þú sitjir langt langt frá þeim.
17. Öðrum finnst þú tilfinningalaus og þú vilt hafa það nákvæmlega þannig.
18. Fólk sem gengur hægt fer ÓTRÚLEGA mikið í taugarnar á þér. “Færið ykkur frá!”
19. Þú skilur ekki af hverju fólk þarf að tala svona hátt í símann á almenningsstöðum. “Sýndu smá virðingu. Það hefur enginn áhuga á að heyra þig rífast við kærastann þinn!”
20. Þú ert einhleyp af því að þú vilt það. Stefnumót er upplifun sem lætur þig kunna að meta það að vera á lausu.
21. Sterk matarlykt af nesti samstarfsfélaga ætti að vera bönnuð að þínu mati.
22. Þú hugsar um það daglega hvað fólk getur verið vitlaust.
23. Þú notar kaldhæðni til að benda á eitthvað sem fer í taugarnar á þér.
24. Þú efast um hæfni fólks sem að hóstar án þess að taka fyrir munninn og sleikir á sér fingurna þegar það borðar til að ala upp börn.
25. Þú hefur enga þolinmæði (fyrir neinu).
26. Þú átt erfitt með að leyna því hvað sölufólk fer mikið í taugarnar á þér.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.