Þegar Reykjavíkurmaraþonið fagnaði 25 ára afmæli sínu var ég fengin til að ritstýra afmælisriti hlaupsins.
Hér er þetta ágæta rit… stútfullt af allskonar skemmtilegu efni, ráðum, flottum viðtölum, lagalistum og fleiru sem mun gagnast þér fyrir hlaupið.
Smelltu til að stækka upp.
Heiða Helgadóttir tók ljósmyndirnar í blaðið en Bergdís Sigurðardóttir hannaði útlit.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.