Richard Kern er ljósmyndari á sjötugsaldri sem býr í New York og hefur verið á fullu í bráðum fjóra áratugi.
Hann hefur löngum verið kenndur við jaðarmenningarheim borgarinnar en áhrifa hans gætir víða, hvort sem er í rokk eða tískuheiminum. Richard Kern hefur mestan áhuga á erótískri ljósmyndun og myndirnar hans eru frekar skemmtilegar. Hráar og eðlilegar, stundum pínu villtar. Þetta er erótík -ekki klám og þær eru margar ungu listakonurnar sem hafa spreytt sig á fyrirsætustörfum með Richard Kern, einhversstaðar úti í náttúrunni eða í tilfallandi íbúð.
Ögrandi og svolítið skemmtilegt

Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.