Þegar fólk hefur verið í samböndum um árabil vill oft gleymast að rækta sambandið og það verður tilbreytingarlítið og vanabundið, og þá gerist það því miður oft að fólk fari að leita að spennu annars staðar.
Undanfarið hef ég heyrt af fólki í samböndum sem daðra óspart í formi sms skeyta og á netinu og telja það saklaust þar sem þau eru í rauninni ekki „að halda framhjá“ Eða hvað? Er það ekki tilfinningalegt framhjáhald að eiga daðursfélaga út í bæ þegar þú ert í sambandi?
Það vita það allir að sambönd þarf að rækta til að þau endist og svo fólk sé hamingjusamt. En hvernig getur maður viðhaldið spennunni í sambandinu?
Nokkur ráð:
Ekki hætta daðra við maka þinn, sendu henni/honum daðursleg sms við og við, þú getur litið á þetta sem einskonar forleik, sagt maka þínum að þig langi að gera xxx með honum í kvöld og fantasera um hvað þú ætlar að gera við hann, þetta byggir upp spennu og þegar börnin eru komin í rúmið um kvöldið þá hafið þið ykkar tíma til að framkvæma..
Eigið „leynilegan“ ástarfund með maka ykkar, það er skemmtileg tilbreyting í hversdagsleikanum að fara í hádegishléinu og hitta maka sinn, borða með honum og keyra svo heim eða á afvikin stað í smá „quickie“. Á sumrin er tilvalið að fara í lautarferð í skógarjaðri á góðviðrisdegi, það er hægt að finna afvikna leynistaði í nágrenni bæjarins..
Gerðu samning við maka þinn um að þið eigið amk. eina viku eða langa helgi ein saman á hverju ári, það getur verið erfitt með stóra fjölskyldu að reyna komast i burtu en með viljanum og hjálpsömum vinum og ættingjum þá á flestum að takast það og það getur gert kraftaverk fyrir sambandið að komast burt frá amstri dagsins og hugsa bara um hvort annað og njóta lífsins.
Hrósaðu maka þínum, það eru ekki allir aldir upp við hrós og kunna það kanski ekki alveg en það er aldrei of seint að læra hrósa og venja sig á það, lítið hrós gerir mikið fyrir þann sem fær það. Að hrósa fyrir litla og hversdagslega hluti gerir heimilislífið léttara og maka þinn ánægðari. Dæmi: „Þú ert sæt/sætur í dag“, „Mikið ertu búin að gera fínt á heimilinu“, „ Rosalega var þetta góður matur hjá þér“ og svo er að þakka fyrir sig líka. „ Takk fyrir að fara með bílinn minn í skoðun“ , „ Takk fyrir að þvo fötin mín“ o.sv.fr. v.
Gerið hluti saman og í sundur, það er öllum hollt að eiga sínar stundir með vinum sínum án makans en það má ekki verða svo að þið farið alltaf út í sitthvoru lagi, það verður allt fjölskyldufólk að eiga góða barnapíu og fara út saman tvö eða með góðum vinum. Sama á við um vinnutengdar uppákomur, það getur verið gaman að koma með og hitta vinnufélaga maka síns og kynnast fólkinu sem hann/hún umgengst 8 tíma á dag.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.