Já það er stóra spurningin og það er spurning sem við konur spyrjum okkur oft að þegar við erum að deita einhvern.
Það eru nokkrar leiðir til að finna út hvort hann sé hrifinn af þér eða ekki.
Þessir punktar eiga að sjálfsögðu ekki við um alla karlmenn og það eru til undantekningar.
Glöggir Sex and the city aðdáendur muna kannski eftir því þegar Miranda var alveg handviss um það að deitið hennar væri ekki hrifinn af henni vegna þess að hann slúttaði stefnumótinu snemma og vildi fara heim. En greyið maðurinn var bara með niðurgang og þurfti því nauðsynlega að fara heim! Þetta var einsdæmi.
Hér eru nokkrar vísbendingar þess efnis að maðurinn hafi ekki raunverulegan áhuga:
Hringir hann bara þegar hann er drukkinn?
Þegar karlmaður hringir bara þegar hann er drukkinn eru mjög miklar líkur á því að hann vilji aðeins kynlíf með þér. Ef hann væri virkilega hrifinn af þér myndi hann vilja hitta þig utan skítuga skemmtanalífsins, glamúr-búningsins og fyllerís-greddunnar. Staðreynd.
Undantekning:
Mjög feimnir strákar eiga erfitt með að tjá sig allsgáðir og þora því frekar þegar þeir eru í glasi. En íhugaðu alltaf hvað karlmaðurinn er að segja. Er hann einungis að biðja þig um að hitta sig eða er hann bara að heyra í þér? Ef hann vill bara vita hvernig þú hefur það gæti verið að strákrinn sé bara mjög feiminn.
Hittist þið einungis heima hjá hvort öðru eða farið í bíltúr?
Þegar fólk er virkilega hrifið langar það að sýna öllum heiminum að það sé með þessa manneskju uppá armi sínum. Þetta gildir bæði um karlmenn og konur. Ef karlmaðurinn vill ekki vera með þér á almannfæri er hann ekki viss um hvort hann sé virkilega hrifinn eða ekki.
Hann gæti hitt einhvern sem hann þekkir með þér og veit ekki hvernig hann á að kynna þig fyrir vinum sínum. Sem sagt, hann skammast sín fyrir þig, eða vill amk ekki að þið sjáist saman.
En auðvitað eru sumir sem vilja bara vera tvö ein og hafa það kósý – hugsaðu þig tvisvar um ef þetta hefur gengið of lengi á og hann vill aldrei fara neitt með þér. Það boðar ekki gott.
Afhverju svarar hann ekki símanum eða smsinu?
Þetta er sennilega ein algengasta spurningin sem við spyrjum okkur sjálfar þegar við erum í óvissu í byrjun sambands. Við spyrjum okkur. Er síminn hans batteríslaus? Á hann ekki inneign? Kannski er hann að vinna? Gleymdi hann símanum sínum heima?
Svarið við þessu öllu er í 90% tilvika NEI.
Ef hann á von á símtali eða smsi frá þér, og hann er hrifinn af þér, ætti hann að hafa símann sinn hlaðinn, eiga inneign og ekki gleyma símanum sínum heima. Ég veit a.m.k fyrir sjálfa mig að ef ég er hrifin af einhverjum og veit að hann gæti mögulega haft samband, passa ég mig að hafa símann tilbúinn til notkunar. Það kemur auðvitað fyrir að síminn verði batteríslaus og allt það, en ef þetta er farið að gerast oft er hann ekki þess virði að tala við.
Inneignarleysi er engin afsökun. Það er bæði hægt að senda sms af netinu og við þekkjum nánast alltaf einhvern sem á inneign og ef við erum hrifin af manneskju reddum við því á einn eða annann hátt. Punktur.
Er hann ekki tilbúinn í samband eða vill hann bara vera “bólfélagar”?
Ég gæti svarað þessu án þess að koma með nokkra útskýringu. Ef strákur segir þetta við þig er hann bara hreinlega ekki nógu hrifinn af þér.
Ef hrifningin er nógu mikil vill manneskjan hafa þig hjá sér öllum stundum og ekki deila þér með neinum öðrum. Yfirlýsingar sem þessar eru einfaldlega léleg leið til að segja: Ég vill þig – en bara ekki nógu mikið. Ef þú hefur einhverntímann deitað einhvern ættir þú að hafa lent í einhverjum af þessum aðstæðum. Oftast er afneitun okkar fyrstu viðbrögð. Við erum það hrifnar af manninum að við viljum hreinlega ekki trúa því að tilfinningar hans séu ekki eins. Treystið mér kæru lesendur þótt ég hafi skrifað þessa grein og viti þetta allt sjálf þá hlusta ég oft ekki sjálf á mín eigin ráð!
Við verðum að reyna að vera skynsamar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Ef þið eruð í vafa um tilfinningar hans ættuð þið að tala hreint út við hann. Ef hann hræðist í burt við það – þá er hann bara ekki nógu hrifinn af þér!
Við elskum karlmenn og þeir elska okkur
– bara mismikið-
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.