Tískan í dag er farin að minna æði mikið á 90’s tímabilið þegar súpermódelin “rúluðu” og fóru ekki fram úr nema fyrir háar fjárhæðir.
Ég vildi gjarna fá The 90’s aftur -Þá ríkti engin kreppa. Bring it back! Og það er að gerast. Maður þarf núna ekki nema að skjótast niður í 101 á góðum laugardegi til að sjá íslenskar stúlkur klæddar í 90’s fatnað.
Myndbandið sem ég pósta hérna er frá myndatöku með hinum heimsþekkta ljósmyndara Peter Lindbergh. Ég tók sérstaklega eftir að förðunin er tímalaus.
frekar töff..
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.