Um daginn skrifaði ég um þá snilld sem kókosolía er og nú langar mig að segja frá öðrum frábærum ávöxt sem er góður fyrir útlit og heilsu -en það er blessað eplið.
Ég frétti að læknar í Kína láta sjúklinga sína borða eitt epli á dag. Ákvað að fletta þessu upp og það er trú þeirra eftir ítarlegar rannsóknir að…
„An apple per day keeps the doctor away!“
…og hér eru 10 ástæður fyrir því að borða eitt epli á dag. Epli eru einnig góð fyrir útlitið, þau eru grennandi og þeim sem eru of þungir/þungar er ráðlagt að borða eitt epli eða taka eina skeið af eplaediki fyrir matinn til að grennast.
Svo eru epli líka notuð í margar húðvörur. Til dæmis frá L´Occitane en línan heitir „Firming almond apple“ og er fyrir konur sem eru að sjá fyrstu ummerki ellikerlingar á húðinni.
Eplið minnkar svitaholur, sléttir húðina og verndar hana fyrir umhverfismengun. Mér finnst andlitshreinsiolían og andlitskremið frá þeim mjög góð og svo er líka dásamleg lykt af möndlum og eplum.
Ég veit ekki með ykkur en ég er byrjuð að borða eitt epli á dag og ætla vona að það beri tilætlaðan árangur fyrir heilsuna! 🙂
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.