Föstudagur enn á ný, ótrúlegt hvað þessar vikur eru fljótar að líða! Með hækkandi sól verður allt svo miklu auðveldara og yndislegt að finna orkuna í kringum okkur.
Við verðum kappsamari í öllu því sem við erum að gera og einmitt að nýta sér það í ræktinni. Það er svo gaman að njóta sumarins í góðu formi. Og veturinn er líka alveg að vera búinn !!
Einföld ráð eru oftast best. Ertu búin að prófa að taka eplaedik samfellt í mánuð og ná að finna muninn hvað það getur gert þér gott ? Prófaðu að blanda 1 msk af eplaediki í 1 vatnsglas á hverjum morgni, það er líka gott að gera þetta á kvöldin áður en þú ferð að sofa, tvisvar á dag í mánuð og athugaðu hvort þér líður betur. Best er að kaupa lífrænt og drekka með röri 🙂
Svo er bara að hafa gaman af helginni og hlakka til næstu viku!
Hollt bananabrauð er gott á sunnudegi
2,5 dl döðlur
1,5 dl. heitt vatn
1/2 dl. olía
2 egg
1/2 tsk. salt
1,5 dl. heitt vatn
1/2 dl. olía
2 egg
1/2 tsk. salt
2 1/2 dl hveiti
2 1/2 dl heilhveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
3 stórir vel þroskaðir bananar
1 tsk. vanilludroparHitið ofninn í 170°C og smyrjið ílangt form með olíu.
Skera niður döðlur smátt eða í matvinnsluvél. Hella heitu vatni yfir og láta standa meðan annað er útbúið. Stappa niður banana og geyma. Blanda þurrefnum saman. Döðlumaukið unnið vel saman og olíu bætt út í og eggjum einu í einu og hrært í á milli. Bætið vanilludropum og stöppuðum bönunum við og hellið út í hveitiblönduna. Blandið varlega saman og hellið í form og bakið í ca 50-60 mín við 170°hita.
2 1/2 dl heilhveiti
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. lyftiduft
3 stórir vel þroskaðir bananar
1 tsk. vanilludroparHitið ofninn í 170°C og smyrjið ílangt form með olíu.
Skera niður döðlur smátt eða í matvinnsluvél. Hella heitu vatni yfir og láta standa meðan annað er útbúið. Stappa niður banana og geyma. Blanda þurrefnum saman. Döðlumaukið unnið vel saman og olíu bætt út í og eggjum einu í einu og hrært í á milli. Bætið vanilludropum og stöppuðum bönunum við og hellið út í hveitiblönduna. Blandið varlega saman og hellið í form og bakið í ca 50-60 mín við 170°hita.
Njótið!
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.