Þegar kemur að snyrtivörum er ég alveg ofboðslega vanaföst. Ég breyti helst ekki til nema í algjörri neyð og þegar ég varð uppiskroppa með varagaldurinn minn þá var ekkert annað í stöðunni en að prófa eitthvað nýtt.
Þar sem framboðið af lífrænum snyrtivörum er ekki upp á marga fiska hér í Kólumbíu var ég fljót að googla EOS varasalvana (Evolution of Smooth) sem fást á hverju götuhorni.
Mér til mikillar gleði komst ég að því að þeir eru ekki bara í ,,tísku” vegna umbúðanna eða því einhverjar stjörnur hafa sést á götunum með þá, heldur eru þeir 100% náttúrulegir, 95% lífrænir og lausir við paraben, glútein, vaselín og þalat (Phthalate).
Einnig innihalda þeir shea butter og jojoba olíu sem mýkir og gefur góðan raka, C og E vítamin og andoxunarefni. Og ekki skemmir verðið fyrir.
Ég er ofboðslega ánægð með þessa varasalva og ætla mér ekkert að skipta út fljótlega. Mér finnst þeir gefa rosa góðan raka sem endist lengi og umbúðirnar gera það að verkum að þeir leka ekki eða klessast í hitanum. Svo ef þú ert í leit að góðum varasalva fyrir veturinn mæli ég eindregið með þessum hér. Minn uppáhalds er rauði Summer Fruit, hann hreinlega bragðast eins og sumar.
Á síðunni þeirra er núna tímabundið hægt að panta pakka sem inniheldur 2 varasalva og rennur partur af ágóðanum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Fleiri vörur og nánari upplýsingar má finna á heimasíðu EOS.
Erna er vatnsberi sem má ekkert illt sjá. Hún býr í stórborginni Bogotá í Kólumbíu ásamt manni sínum og syni. Erna er stúdent í tungumálum og samtímadansi, er yogakennari hjá Yoga Alliance en hún er jafnframt útlærður ferðamálafræðingur frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi. Erna talar fimm tungumál og þrjú af þeim daglega. Hennar helstu áhugamál eru ferðalög, fjölskylda, hugur og heilsa.