EOS hefur verið með þessa varasalva á markaðnum í frekar stuttan tíma, ég kynntist þessum vörum að minnsta kosti í fyrra og er mjög hrifin.
Ég hef prufað tvö brögð en þau eru Summer Fruit og Lemon Drop. Báðir eru þeir mjög ferskir og léttir með góðu bragði. Umbúðirnar eru líka skemmtilegar en pakkningarnar eru eins og lítil egg.
Ég kannaði aðeins innihald varasalvans áður en ég fór að nota hann og fyrir þá sem eru með glúteinóþol er þessi tilvalinn en hann inniheldur ekkert glútein og ekkert paraben, þetta tvennt finnst mér mikill kostur. Það eru einnig E vítamín og Jojoba olía í honum og EOS varasalvarnir eru einnig ekki prufaðir á dýrum. Þetta er meðal annars það sem gerir þá ákaflega vinsæla hjá dýravinum í Hollywood sem margar hafa sést bera þessa dýrð á sig eins og sjá má hér.
Ég er pínu varasalvanörd og get mælt með þessum í snyrtibudduna þegar það er svona kalt úti, svo er þetta tilvalið í skóinn en margar skvísur eru hreinlega að safna öllum litum!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig