Næstu átta vikurnar ætla Pjattrófurnar í samstarfi við Bláa Lónið og Hreyfingu að fara af stað með átak sem við köllum ENDURNÆRÐ OG FALLEG EFTIR FJÓRUM LEIÐUM.
Leiðirnar fjórar eru það sem við teljum ástæðuna að baki þess að sumt fólk eldist betur en annað og lítur betur út.
Hvert atriðið er öðru mikilvægara en þau eru:
1 HVÍLD OG SLÖKUN
2 HREYFING OG LÍKAMSRÆKT
3 GOTT MATARÆÐI
4 GÓÐ UMHIRÐA HÚÐARINNAR
Flestar höfum við lagt mismikla áherslu á atriðin fjögur í okkar lífi og líklegast eru hvíldin og svefnin það sem margir vilja gleyma.
Við ætlum því að leggja sérstaka áherslu á þetta tvennt í umfjöllunum okkar en vikulega munu birtast sérstaklega merktir pistlar þar sem fjallað verður á fjölbreyttan hátt um flokkana fjóra og gefin góð ráð varðandi næringu, hreyfingu, húðumhirðu og hvíld.
Í fyrsta pistlinum, sem birtist síðar í dag, verður rætt við Helgu Sigurðardóttur næringarfræðing. Helga ætlar að gefa lesendum góð ráð um hvaða matvæli beri að velja í innkaupakörfuna og hverju er gott að sleppa. Hún mun einnig taka fyrir matvæli sem eru sérlega góð fyrir hár, húð og neglur og koma með hugmynd að góðum morgunverði og léttri matreiðslu einfaldra rétta sem um leið eru hollir og ferskir.
Þetta verða skemmtilegar og fræðandi átta vikur – Fylgist með!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.