Nivea stendur alltaf fyrir sínu. Síðan merkið hætti að framleiða snyrtivörur fyrr í vetur hafa þeir sem standa fyrir því lagt meira í húð- og líkamsvörur. Nýja sturtusápan, Nivea Powerfruit, er góð sönnun þess.
Hægt er að velja um tvær gerðir, annarsvegar með frískandi trönuberja/gojiberjailm og hinsvegar með slakandi bláberja/acaiberjailm. Ég eignaðist fyrri ilminn sem er alls ekki slæmt þar sem ég elska endurnærandi og frískandi sturtu á morgnana!
Það sem er best við lyktina af sturtusápunni er að lyktin er alveg laus við allan súrleika. Bleiku og fjólubláu pakkningarnar lýsa yfir kvenleika við fyrstu sýn og sápan skilur húðina eftir silkimjúka en umfram allt hreina. Nærandi olíur hjálpa til að varðveita raka húðarinnar og jafna PH gildi hennar.
Ég mæli hiklaust með þessari sturtusápu fyrir stelpur og konur á öllum aldri – og svo skemmir gott verð aldrei fyrir!
____________________________________________________________________
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com