Skyldi goðsögnin um ljóshærðar konur vera sönn? Eru þær í alvöru skemmtilegri en dökkhærðar konur? Laðast karlmenn frekar að ljóshærðum konum en dökkhærðum? Síðast en ekki síst, skyldi það vera rétt sem sagt er um ljóshærðar konur að þær reiði sig meira á aðdráttarafl ljósra lokka og noti þá sér til framdráttar fremur en gáfur og leiftrandi persónuleika?
Eina leiðin til að komast að hinu sanna í málinu var að leyfa Guðjóni hárgreiðslumeistara á Salon Veh að lita hárið á mér ljóst.
Platinu blondína var upprunalega stefnan til að hafa breytinguna sem mesta en Guðjón þverneitaði og sagðist ætla að lýsa dökka hárið á sem náttúrulegastan hátt með mjúkum brons- og hunangslituðum, ljósum tónum. Þegar ég hólminn var komið var þetta snilldarráð og útkoman mjög ásættanleg. Ein helsta ástæðan fyrir því að ég var að fíla nýja ljósa litinn var sú að hann lýsir upp andlitið og gefur því fersklegt og flott yfirbragð.
Til að kóróna heildarmyndina og fór ég í fyrsta sinn í brúnkusprautun hjá snyrtistofunni Mizu. Það var skemmtileg upplifun að verða bæði brún og ljóshærð á svipstundu. Liturinn var fallega brúnn, eins og eftir tvær vikur á sólarströnd. Sjálf fer ég aldrei í sólböð til að vernda húðina mína en útkoman úr þessu var fallegur ljós litur sem lagðist jafnt yfir allan líkamann. Mjög smart, ekki hika við að prófa þetta!
Svo var það viðhorfsbreytingin, já… hún kom bara strax. Dökkhærða ég og ljóshærða ég – við fengum ekki sömu meðferð. Alveg óvænt virðast ljósu lokkarnir hafa nokkuð aðdráttarafl á hitt kynið. Karlmenn spretta nú upp eins og jólaljós í desemember í kringum mig og bjóða fram aðstoð sína (!!) Einn bauðst til að bera fyrir mig poka þegar ég var að versla í Hagkaup (þess ber að geta að það amar ekkert að mér og ég fer létt með að lyfta þungu). Annar kom til mín í ræktinni þar sem ég stóð og beið við drykkjabarinn. Hann vildi endilega leiðbeina mér hvenig væri best að kaupa drykki á barnum… (!!) Mér bara brá… en þáði hjálpina eins og sönn ljóska. Íhíí…
Enn sem komið er hef ég ekki fengið neina ljóskubrandara á mig.. Kannski koma þeir þegar ég fer alla leið og læt lita hárið platinu ljóst í næstu ferð til Guðjóns. Svo er líka alltaf hægt að þykjast vera pínulítið meira bimbó… Það gerði Marilyn Monroe í myndinni Gentelmen Prefer Blondes. Þar lék hún hlutverk viðkvæmrar konu sem spilaði á útlitið frekar en gáfurnar til að fanga athygli karlmanna. Þegar pabbi kærastans spyr af hverju hún sé að þykjast vera vitlaus svarar hún að það sé af því að karlmenn vilji svoleiðis konur. Þar er þá vísað í bimó konuna sem allir ljóskubrandarar rekja uppruna sinn til 😉
Tilgangur minn var þó ekki þessi, heldur að fá fersklegra yfirbragð, nýtt útlit- Það tókst svo vel að ekki verður aftur snúið í dökkhærðu mig.
Amen…
Smelltu hér til að skoða myndir af því þegar Ellen gerðist ljóska.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.