Snyrtivöruframleiðandinn Lancôme hefur sett á markað nýja gerð af naglalökkum, Vernis In Love. Þau koma úr línunni Rouge In Love og eru sögð brautryðjendur í endingu, þornun – og að sjálfsögðu fallegum litum!
Það fyrsta sem ég tók eftir við naglalakkið sem ég fékk var að burstinn er flatur þannig að einstaklega auðvelt er að ná jafnri áferð og setja lakkið á sig.
Ný formúla gerir það að verkum að þegar glasið er hrist, þá breytist formúlan í fljótandi form til að auðvelda ásetningu og svo aftur í gel fyrir fullkomna áferð og fráhrindingu. Í naglalakkinu eru einnig hvítar gljáflögur sem endurkasta ljósi og það myndar heldur ekki rákir.
Liturinn sem ég fékk, 240N Beige Poudré, er mjög flottur og hægt að nota við öll tækifæri. Hann er í ljós í flottum hlutlausum lit með bleikbrúnum tón. Glasið er eins og allt annað frá Lancôme- fallegt og stílhreint. Óhætt er að segja að ég hafi verið mjög hrifin af þessari nýju uppfinningu!
Fyrir alla fagurkera og naglalakkaunnendur mæli ég með þessum naglalökkum. Þau koma í 12 litum og allir ættu að geta fundið einhvern við sitt hæfi.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com