Carine Roitfeld kveður og Alt sest við stjórnvölinn:
Þau tíðindi bárust í dag í fréttatilkynningu frá Condé Nast i París að stílistinn og blaðamaðurinn Emmanuele Alt hefði verið ráðin í stað Carine Roitfeld tl að ritstýra franska Vogue.
Alt hefur starfað sem ritstjóri tískuefnis í tímaritinu undanfarin tíu ár og er vel starfinu vaxin enda þekkt um allan heim fyrir áberandi flott stíliseraðar myndasyrpur í Vogue, Elle og fleiri tímaritum. ”
Emmanuelle hefur allt til að bera til að ritstýra Vogue Paris,” segir framkvæmdastjóri Condé Nast, Xavier Romatet.
“Ég ber fullt traust til hennar og veit að hún mun halda uppi heiðri blaðsins auk þess að blása í það nýju og fersku lífi.”
Emmanuelle Alt sagði við franska blaðamenn fyrr í dag að henni finnist mikill heiður að taka við starfinu.
“Ég er yfir mig glöð að fá að ritstýra Vogue Paris, tímarits sem ég þekki afskaplega vel.”
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.