Harry Potter stjarnan Emma Watson á ekki erfitt með að fækka fötum fyrir góðan málstað en hún er meðal annara stjarna sem sitja fáklæddar fyrir í bók sem gefin er út til styrktar náttúruvernd í Bandaríkjunum.
Valdar myndir úr bókinni verða sýndar í Milk galleríinu í New York í Apríl en myndirnar af Emmu þykja mjög fallegar. Á þeim er hún kámuð í slími og drullu, með fallegt blóm á öxlinni eða í höndunum. Þó þessar myndir séu djarfar hefur Emma lýst því yfir að hún hafi engan áhuga á að leika Anastasiu í myndinni 50 Shades of Grey sem fljótlega fer í tökur.
Enn er þó lítið vitað um hver mun leika aðalhlutverk þeirrar myndar þó margir velti vöngum og láti sér detta hin ýmsu glæsimenni í hug.
Hvað varðar Global Green verkefnið og bókina Natural Beauty þá situr Christy Turlington fyrir á kápunni en meira um verkefnið má lesa hér.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.