Nú er Kattholt með Páskabasar og við kisuloverar getum lagt okkar á vogaskálarnar með því að baka köku á basarinn, kaupa páskaskraut eða ættleiða kisu. Sjá viðburðinn á FB hér!
Kattholt hefur unnið ötult starf og bjargað hundruð ef ekki þúsundum katta af götunni í mismunandi ásigkomulagi og komið þeim til eigenda sinna eða nýrra eigenda.
Nýlega fréttum við af hinum 16 ára gamla högna Örvari sem komst til eiganda síns eftir 7 ára fjarveru þökk sé Kattholti. Örvar þekkti gamla eiganda sinn strax og hringaði sig utan um hálsinn á honum, yndisleg frásögn sem fær kattarkonu eins og mig til að klökkna og hugsa til kisunnar minnar sem týndist fyrir 10 árum og hvað við yrðum hamingjusöm að sameinast á ný.
Ef þú vilt leggja þitt af mörkum þá þiggur Kattholt kökur á basarinn sem má koma með milli kl 10-11 á laugardagsmorgun 12 apríl. Látið vita um kökuáform í netfangið: eygudjons@simnet.is
Opið hús, Kökubasar, Páskaskraut og kisur í heimilisleit er svo á laugardag milli 11-16.
Hér má sjá Facebook síðu Kattholts og kisur sem sakna eigenda sinna eða eru í heimilisleit:
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.