ÚÚÚ…. Var að uppgötva æðislegan kinnalit frá Chanel sem er sólarpúður og um leið frísklegur kinnalitur með bleikum tón.
Þegar boxið er opnað sér maður klassalegan “ofin kinnalit” sem er inspiraður af tweed efninu hjá tískuhúsum Chanel en þetta fræga tweed efni er notað í jakka, pils og töskur hjá Chanel.
Kinnaliturinn heitir Les tissages de Chanel og kemur í fjórum litum og þegar maður stýkur honum yfir handarbakið verður liturinn léttur með shimmergljáa og úúúú boxin frá Chanel! Þau eru svoooo falleg!
Ég var í smá vanda með að velja mér rétta litinn en sá sem varð á endaum fyrir valinu heitir “40 tweed ambre” og er gersamlega geggjaður. Ekki eins og mörg sólarpúður þegar maður strýkur litnum um vangann með kinnalitabusrta þá verður maður of brún og þarf að bursta kinnalitinn af til að jafna litinn í andlitinu til að verða falleg en ekki fáranlega brúnleit… Nei þennan er gersamlega hægt að byggja upp og bæta eftir eigin smekk.
Nýji fíni tweed kinnaliturinn minn gefur andlitinu fallegan hraustlegan gljáa – og ég er hreinlega ekki frá því að hann gefi manni “fullnægingar roða”. Ha?
Elska Chanel… hvernig er annað hægt!?
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.