Vorið er á næsta leiti… og næsta laugardag 1.mars verður haldinn magnaður fatamarkaður í vorsólinni.
Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem vinir hennar kalla gjarnan „fatalísa“ stendur fyrir fatamarkaði ásamt leikkonunum Tinnu Lind og Önnu Svövu næsta laugardag 1.mars. Markaðurinn verður í húsnæði FÍL, félags íslenskra leikara, Lindargötu 6 (hvítt hús við hliðina á Þjóðleikhúsinu) og þar verður að finna fullt af flottum fötum, skóm, yfirhöfnum, töskum, glingri og öðrum gersemum í öllum stærðum og gerðum og litum. Ýmis merkjavara í boði og vintage gullmolar inn á milli.
Allar skvísur, pæjur, gellur, kellur, konur og stelpur bæjarins eru hjartanlega velkomnar og verður vel tekið á móti þeim með heitt á könnunni. Markaðurinn verður opinn milli kl.12.-18 og aðeins er tekið við reiðufé.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.