Hollywood-leikkonan Ellen Page kom út úr skápnum í gær en margar muna eftir henni úr hinni frábæru mynd Juno þar sem hún lék óléttan ungling.
Ellen valdi ráðstefnu í Las Vegas, um stöðu og málefni samkynhneigðra, til að láta heiminn vita af kynhneigð sinni en ræða hennar var þrungin tilfinningum segir hjá CNN.
„Ég er hér í dag vegna þess að ég er samkynhneigð. Og af því að … kannski get ég komið breytingum til leiðar,“ sagði Page sem var fagnað innilega. „Ég er þreytt á að ljúga, ég þjáðist í mörg ár af því að ég var hrædd við að koma út úr skápnum,“ sagði hún.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1hlCEIUATzg[/youtube]
„Við eigum skilið að upplifa ástina til fulls, án skammar og án málamiðlunar,“ sagði Page við sal fullan af fólki, en meðal annars voru þarna ungir tvíkynhneigðir og transgender einstaklingar sem leikkonan vildi ná til.
Hún sagði einnig frá því hvernig henni fannst erfitt að vera áfram hún sjálf eftir að hún varð skyndilega fræg fyrir hlutverk sitt í Juno árið 2007. Hún hafi verið hrædd og átt erfitt andlega og það hafi haft áhrif á sambönd sín.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.