Leikkonan Eliza Dushku og kærastinn hennar, Rick Fox, eru hætt saman.
„Rick er LA-gaur og ég er Boston-pía,“ sagði Eliza við The Boston Globe.
„Ég vil frekar búa líkamlega köld hér í Boston en tilfinningalega köld í LA. Ég saknaði Boston og ég saknaði fjölskyldu minnar.“
Parið var saman í fimm ár sem þykir langur tími á mælikvarða þeirra í Hollywood og þá sérstaklega hjá unga fólkinu en Eliza er fædd árið 1980.
Hún er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Faith í Buffy the Vampire Slayer en hún talar jafnframt inn á marga tölvuleiki og kom fram í myndinni True Lies.
Garðar Örn Hinriksson fæddist sama ár og Jim Morrison og Louis Armstrong hurfu yfir móðuna miklu og getið nú. Garðar er ókrýndur slúðurkóngur Íslands en í rúm fjögur ár slúðraði hann eins og engin væri morgundagurinn á Gossip. Garðar kann þó fleira fyrir sér en að slúðra en hann er útskrifaður leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands og giftur tveggja barna faðir sem stefnir á barn númer þrjú. Hann rekur einnig vefinn enskiboltinn.is og hefur starfað sem knattspyrnudómari í efstu deildum Íslands í rúm 20 ár. Töff? Já.